Prenta |

Sprettharðir nemendur úr Kelduskóla urðu í 2. sæti í Grunnskólaboðhlaupinu

þann .

Grunnskólahlaupið fór fram, laugardaginn 28. maí við Gufunesbæ. Boðhlaupssveitir  frá Foldaskóla, Hamraskóla, Kelduskóla, Rimaskóla og Vættaskóla mættu til leiks. Fjórtán keppendur voru í hverju skólaliði, tveir úr hverjum árgangi í 1. – 7. bekk, einn drengur og ein stúlka. Keppnin var hörku spennandi og boðhlaupssveit Kelduskóla spretti heldur betur úr spori og var í 2. sæti en Rimaskóli vann keppnina að þessu sinni. Okkar nemendur eiga hrós skilið fyrir sína frammistöðu. 

bodhlaup 009 Large

Prenta |

Samstarfsdagur 27. maí

þann .

Samstarfsdagur starfsmanna er í Kelduskóla föstudaginn 27. maí og því frí fyrir nemendur.
Skólahald verður svo með hefðbundnum hætti mánudaginn 30. maí.

Prenta |

Samvinna þvert á árganga!

þann .

Nokkrir nemendur á yngsta stigi afrekuðu það að pússla saman pússl með 500 pússlum.
Allir lögðu sitt af mörkum til að ljúka við myndina sem er sannkallaður sumarboði.

María Har púsl maí 9 Large